top of page

Um BMX BRÓS

BMX BRÓS urðu til í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti Ísland Got Talent árið 2015 þegar þeir höfnuðu í 2.sæti. Þar voru þeir Benedikt og Magnús í fyrsta skiptið að gera listir á BMX hjólunum fyrir framan áhorfendur, fyrir keppnina höfðu þeir einungis horft á þetta hættulega en magnaða sport sem áhugamál. Í kjölfarið opnuðust dyr inn í heim sýninga og kennslu. Vegna mikillar eftirspurnar var honum Antoni bætt sama ár við í teymið. Síðan þá hafa þeir verið ötulir við að sýna og kenna listir á hátíðum um land allt.

 

Með hverju árinu sem líður verða sýningarnar og kennslan betri og skemmtilegri, því æfingin skapar jú meistarann. Það sem BMX BRÓS bjóða upp á er að koma á hátíðir eða viðburði og vera með sýningar og/eða kennslu. Þeir mæta með stökkpalla, hátalara og allar þær græjur sem þarf til. Uppsetning er einföld og tekur stutta stund. Þetta hefur slegið í gegn hjá krökkum sem og fullorðnum því bæði er sýningin fyndin og áhættusöm. 

Myndir í gegnum árin

En hverjir eru hjólararnir?

BMX BRÓS samanstanda af þremur bestu vinum sem hafa hjólað saman síðan 2007. Kynnstu þeim betur hér að neðan.

IMG_7914_edited.jpg
94E57F1D-86C0-4781-A70C-7677F082BBF7_1_105_c.jpeg

Anton "Krulli" Arnarson

Stofnandi, hjólari og eigandi

Anton er fæddur árið 1991 sem gerir hann að aldursforseta BMX BRÓS. Hann byrjaði að hjóla á fjallahjólum í grunnskóla áður en hann kynntist BMXinu 16 ára gamall - þá var ekki aftur snúið og hefur hjólað allar götur síðan á BMXinu. Anton er lærður húsasmiður og býr í útjaðri Reykjavíkur í húsi sem hann byggði sjálfur. Ævintýraþráin er mikil og hefur Anton ferðast alla króka og kima við strendur Íslands á húsbílnum sínum í leit að góðu surfi og BMX hjólastöðum. Einnig lifir hann hollum lífsstíl, elskar að ferðast um á mótorhjólinu sínu, renna sér á snjóbretti, smíða og skapa með höndunum.

IMG_1451.HEIC

Benedikt Benediktsson

Stofnandi, hjólari og eigandi

Benni er fæddur árið 1994 og uppalinn í Árbæ í höfuðborginni. Frá blautu barnsbeini var hann dolfallinn fyrir öllu með tveimur hjólum. 12 ára gamall skipti hann fjallahjólinu út fyrir BMX hjól og hefur ekki sleppt stýrinu síðan. Ásamt því að lifa fyrir hjólreiðar er Benni mikill skíðakappi, brimbrettahetja, líkamsræktarunnandi og golfari. Hann elskar líka að ferðast á framandi slóðir og hefur komið til fleiri en 40 landa.

Benni er með rekstrarverkfræðigráðu úr HR og fjármálagráðu úr HÍ og vinnur sem ráðgjafi í viðskiptagreind hjá Expectus.

D8634FC5-096D-48CD-8A0C-CBB5C451A55F_1_105_c.jpeg

Magnús Bjarki Þórlindsson

Stofnandi, hjólari og eigandi

Magnús er fæddur árið 1995 og uppalinn og búsettur á Selfossi. Eftir að hafa byrjað sinn hjólaferil á fjallahjólum, þá fór hann 13 ára gamall yfir á BMX hjólin sem hafa átt hug hans og hjarta síðan. Magnús er menntaður 4. stigs Vélfræðingur og starfar sem slíkur í hátæknifyrirtækinu Vaki Fiskeldiskerfi. Í frítíma sínum stundar hann Crossfit sem heldur líkamanum í formi fyrir BMX átökin. Einnig finnst honum fátt skemmtilegra en að hitta félagana, brasa í fornbílunum sínum og gera upp eignir.

Topp
listinn

Uppáhalds trick

Anton: Allt sem kemur að jafnvægi. Svo sem að hjóla eingöngu á framdekkinu eða,“surfa” ofaná stýrinu. Það er mjög krefjandi og þarfnast mikillar æfingar. Æfingin skapar meistarann!

Benni: Ég hef mjög gaman af heljarstökkum og því er uppáhalds trickið mitt flair. Það virkar þannig að maður tekur backflip með hálfri skrúfu í ramp og lendir réttur ofan í honum. Hljómar erfitt en er furðu létt þegar maður áttar sig á því.

MaggiUppáhalds trickið mitt er líklegast stórt 360°. Það er ótrúlega skemmtileg tilfinning að negla á stökkpall, svífa lengi en vera að taka hring í loftinu á sama tíma.

Versta detta

Anton: Árið 2008 þá datt ég hrikalega illa þar sem ég lenti harkalega á andlitinu og rotaðist. Ég vaknaði upp á Fossvogsspítala og mundi ekki neitt. Allur bólginn, í sárum í andliti og munni. Þarna var ég búinn að hjóla í tæp tvö ár á BMX og á þessum tíma var hjálmanotkun ekki orðin algeng og enginn af mínum BMX vinum notuðu hjálm á BMX hjólum. Þannig ég vissi hreinlega ekki betur. Eftir slysið þá var keyptur vandaður og góður hjálmur. Hjálmurinn hefur ekki farið af hausnum síðan!!

Benni: Í byrjun árs 2023 braut ég mitt fyrsta bein á hjóli. Ég var á innanhúss skateparkinu í Dugguvogi og hjólaði niður brattan mini ramp. Það var smá sag á plötunum svo framdekkið hjá mér rann undan mér og ég steyptist niður 2 metra á hart gólfið með olnbogann á undan. Olnboginn fór í tvennt. Við tóku 2-3 mánuðir af aðgerðum og sjúkraþjálfun og með mikilli þrautseigju og metnaði var ég orðinn góður áður en sýningartímabilið hófst um vorið.

MaggiÉg hef líklegast verið óheppnastur af okkur Brósunum í gegnum tíðina og brotið um 8 bein. Ég myndi telja að versta dettan mín hafi verið í Árbæ árið 2012 en þá datt ég fram af tæplega 3 metra háum skúr og lenti á hvolfi niðri á flatri jörðinni. Ég var að reyna 360° fram af þakinu í graslendingu, rak dekkið í skúrinn efst uppi og steyptist af hjólinu í loftinu og flaug yfir lendinguna. Sem betur fer lenti ég á viðbeininu en ekki hálsinum og braut ég það í tvennt. Við tóku nokkrir mánuðir af hvíld en svo kom maður sterkari til baka.

Erfiðasta trick

Anton: Erfiðasta trikkið hmmm… ætli þau séu ekki nokkur. En það er eftirminnilegt þegar ég var að reyna að gera 540 (einn og hálfur hringur í loftinu) og á sama tíma og ég er í fullum snúning þá hjóla ég einn hring með pedulunum í loftinu. Trikkinu var lent eftir margar tilraunir og ég hef ekki prófað það aftur. Sum trikk er nóg að lenda einu sinni hehehe..

Benni: Þegar ég hugsa um erfiðasta trickið koma nokkur til greina. 540 barspin í quarter pipe, backlip með hálfri skrúfu (flair) og lenda aftur á bak, 720 (sem eru tveir hringir til hliðar) og svo lenti ég næstum því double tailwhip einu sinni. Stefni á að ná því einn daginn.

Maggi: Í gegnum tíðina hefur maður lent virkilega flókin trikk eftir endalausar endurtekningar. Minnistæðast er þegar að ég tók ákveðið "combo"(nokkur trikk í einu án þess að bæði dekkin snerti á sama tíma á milli). Ég hoppaði upp á kassa og hjólaði yfir hann einungis á framdekkinu, fór beint úr því í "öfugt Smith grind" á öðrum kassa og hoppaði síðan upp á hann og hélt áfram einungis á framdekkinu og henti svo stýrinu í öfugan hring "switch barspin" fram að brúninni og lenti jafndekkja. Mjög tæknilega erfitt og tók margar tilraunir og dettur.

Uppáhalds matur

Anton: Ég elda mikið sjálfur og borða mikið úr plönturíkinu. Tortillur stútfullar af grænmeti og fiskur er algjört lostæti í mínum munni!

Benni: Ég er algjör alæta þegar kemur að mat. Ef ég á að velja eitthvað þá er það djúsí sushi, steikur eða mexíkóskur matur. Að vera með Serrano sem styrktaraðila gerir því seinasta matinn ansi heppilegan.

MaggiÉg borða hreinlega allt og helst mikið í hvert skipti. Ég elska grænmeti, hnetur og kjöt og því eru góð kjúklinga- eða steikarsalöt í miklu uppáhaldi. Stútfull tortilla með næringaríkt og hollt innihald er samt líklega það besta sem ég fæ.

Tónlistarmaður

Anton: Ég á engan einn uppáhalds en ég er mikið fyrir íslenska tónlist svosem Hjálma, Bubba Morthens, KK oflr. Ég er líka mikið fyrir ljúfa LoFi tónlist.

Benni: Ég er mikill hiphop haus og hlusta mikið á tónlistarmennina Drake og Travis Scott. Eins og með matinn get ég þó hlustað á nær allt og fýla indie, reggae, gamalt rokk, house tónlist og Bubba Morthens eins og Anton.

Maggi: Ég hlusta bókstaflega á allt. Ég myndi segja að ég hlusti jafn mikið á rokk, hip-hop og techno og þar er enginn einn artisti sem ég fíla meira en annan. Held að techno eigi samt vinningin þarna.

bottom of page